Porsche Design reading tools |
|
|
|
Thursday, 12 December 2013 23:25 |
Þó að Sjónlínan sé fagverslun sem leggur áherslu á að þjóna viðskiptavinum sem þurfa á sérsniðnum og sérsmíðuðum sjónglerjum að halda þá er töluverður hópur fólks sem þarf eingöngu tilbúin lesgleraugu. Í Sjónlínunni getur þú keypt tilbúin lesgleraugu og notið ráðgjafar fagfólks við valið. Sjónlínan býður uppá lúxus lesgleraugu frá Porsche Design.
Fyrirtækið Porsche Design er dótturfyrirtæki Porsche AG í Stuttgart sem þekktast er fyrir framleiðslu á lúxusbílum. Aðal markhópur Porsche hefur frá upphafi verið fólk sem gera miklar kröfur um hönnun og gæði. Porsche Design vörurnar eru sniðnar að sama hópi. Sjónlínan býður uppá tilbúin lesgleraugu frá Porsche Design. Lesgleraugu þessi eru afar vönduð smíði unnin úr bestu fáanlegu hráefnum með afspegluðum og rispuvörðum sjónglerjum frá Rodenstock. Með lesgleraugunum fylgja smekklega hönnuð gleraugnabox sem passa vel í veski eða vasa og stór örþráðaklútur. |
|
Thursday, 06 December 2012 11:45 |
Sjónlínan hefur yfir að ráða fullkomnum tækjabúnaði til sjónmælinga. Sjónmælingar eru framkvæmdar af sjónfræðingi með starfsréttindi útgefin af Heilbrigðisráðherra. Hver sjónmæling tekur u.þ.b. 30 mínútur.
Samskipti sjónfræðingsins og viðskiptavinarins eru trúnaðarmál og eingöngu eru skráðar í gögn fyrirtækisins niðurstöður sjónmælinga.
Viðskiptavinurinn fær niðurstöður sjónmælingar í hendur og er ekki skuldbundinn að kaupa gleraugu eða aðra þjónustu hjá Sjónlínunni.
Bókaðu tíma í sjónmælingu í síma 555 70 60 eða sendu póst á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it
|
Friday, 30 November 2012 17:14 |
Kæru viðskiptavinir, við hjá Sjónlínunni erum 5 ára og ætlum að gera okkur glaðan dag laugardaginn 1. desember. Það verður líf og fjör á Strandgötunni, tónleikar í Hafnarborg, jólaþorpið opið og við með léttar veitingar, uppákomur og ótrúleg afmælistilboð frá okkar bestu samstarfsaðilum.

Endilega kíkið við og skoðið nýjustu umgjarðirnar, látið laga og stilla gleraugun ykkar og þiggið veitingar.
Okkar góði nágranni Fríða skartgripahönnuður er líka með 5 ára afmælisveislu þessa helgi og opið hjá báðum fyrirtækjum til kl. 18:00. |
|
|
|